Shaqiri færist nær Liverpool

Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri. AFP

Liverpool hefur hafið viðræður við Stoke City um kaup á svissneska landsliðsmanninum Xherdan Shaqiri.

Stoke City féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og í kjölfarið sagðist Shaqiri vilja yfirgefi félagið en hann kom til þess frá Inter Milan árið 2015 þar sem hann var í láni frá Bayern München.

Breska blaðið Telegraph greinir frá því að samningaviðræður á milli Liverpool og Stoke um félagaskiptin séu hafnar en verðmiðinn á svissneska miðjumanninum er í kringum 13 milljónir punda.

Verði af kaupunum mun Shaqiri verða þriðji leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í sumar en hinir tveir eru Naby Keita og Fabinho.

mbl.is