Yarmolenko búinn að semja við West Ham

Andriy Yarmolenko.
Andriy Yarmolenko. Ljósmynd/West Ham

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham frá þýska liðinu Borussia Dortmund.

Yarmolenko skrifaði undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið en hann er 28 ára gamall sóknarmaður sem lék eitt tímabil með Dortmund og skoraði 3 mörk í 18 deildarleikjum með því. Yarmolenko lék með Dynamo Kiev frá 2008 til 2017. Þá er hann fastamaður í úkraínska landsliðinu og hefur skorað 35 mörk í 77 leikjum með því.

„Ég er ánægður að vera búinn að semja við West Ham. Þetta er stórt félag með góða stuðningsmenn og ég er ánægður að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin er besta deild í heimi. Félagið vill ná góðum árangri ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Yarmolenko á vef West Ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert