Chelsea búið að reka Conte

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Chelsea rak í dag ítalska knattspyrnustjórann Antonio Conte en ítalskir og enskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Conte stýrði Chelsea-liðinu tvö tímabil. Hann gerði Lundúnaliðið að Englandsmeisturum í fyrra en á síðustu leiktíð hafnaði Chelsea í fimmta sæti en varð bikarmeistari eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik. Conte átt eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea en mikið gekk í herbúðum félagsins á síðasta tímabili og ljóst þótti eftir tímabilið að Ítalinn yrði látinn taka poka sinn. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea greiði Conte 9 milljónir að rifta samningi sínum við hann.

Maurizio Sarri, sem lét af störfum hjá Napoli í sumar, mun taka við stjórastarfinu hjá Chelsea og verður hann kynntur til leiks á næstu dögum.

mbl.is