Stuðningsmaður Liverpool vaknaður úr dái

Mohamed Salah með boltann gegn Roma í maí.
Mohamed Salah með boltann gegn Roma í maí. AFP

Stuðningsmaður Liverpool, Sean Cox, er kominn til meðvitundar eftir hafa legið í dái í þrjá mánuði. Þetta kemur fram á vef Telegraph.

Ráðist var á Cox fyrir utan Anfield fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Liverpool og Roma í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í vor. Liverpool vann einvígið en stuðningsmenn Liverpool voru varaðir við ýmsum hættum sem gætu fylgt því að fara til Rómar fyrir síðari viðureignina.

Hinn 53 ára gamli Cox er starfsmaður írska fyrirtækisins Precision Cables og í stuttri yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að Cox sé kominn til meðvitundar. „Endurhæfingin gengur vel en mjög hægt,“ segir á vefsíðunni.

Cox hlaut blæðingu inn á heila og var settur í dá og hefur dvalið á Beaumont-spítalanum á Írlandi frá því í lok maí.

Ítali að nafni Filippo Lombardi er sakaður um að hafa ráðist á Cox en hann neitar sök. Hann neitar einnig að hafa komið að þeim óspektum sem urðu fyrir leikinn.

Annar maður viðriðinn málið, Daniele Sciusco, hefur játað sök í því að hafa komið að óspektum fyrir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert