United og Ajax komust að samkomulagi um Blind

Daley Blind er á leið heim til Hollands.
Daley Blind er á leið heim til Hollands. AFP

Manchester United hefur samþykkt að selja Daley Blind aftur til Ajax en kaupverðið er talið vera um 14 milljónir punda. United staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni fyrir skömmu en frekari upplýsingar um félagsskiptin eru væntanleg.

Það var Lou­is van Gaal, fyrr­ver­andi knatt­spyrn­u­stjóri Manchester United, sem keypti leik­mann­inn til fé­lags­ins árið 2014, frá Ajax, á tæp­lega 14 millj­ón­ir punda. Þessi fjöl­hæfi leikmaður vann bæði bik­ar­keppn­ina og Evr­ópu­deild­ina með United árið 2016.

Blind spilaði rúm­lega 90 leiki fyr­ir United á ár­un­um 2014 til 2018 þar sem hann skoraði fjög­ur mörk. Þá á hann að baki 54 lands­leiki fyr­ir Hol­land þar sem hann hef­ur skorað 2 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert