Liverpool að kaupa Alisson

Alisson gæti varið mark Liverpool á næstu leiktíð.
Alisson gæti varið mark Liverpool á næstu leiktíð. AFP

Knattspyrnufélögin Liverpool og Roma eru byrjuð að ræða kaupverð á brasilíska markmanninum Alisson. Talið er að Liverpool sé reiðubúið að borga 70 milljónir evra fyrir markmanninn, en Roma vill fá um 75 milljónir evra fyrir kauða. 

Alisson er aðalmarkmaður brasilíska landsliðsins og lék hann alla leiki liðsins á HM í Rússlandi. Hann hefur verið í herbúðum Roma síðan 2016 en þar á undan lék hann með Inter. 

Loris Karius var aðalmarkmaður Liverpool seinni hluta síðustu leiktíðar, en hann gerði sig sekan um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og kemur lítið á óvart að félagið leiti annað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert