Liverpool greiðir metfé fyrir Alisson

Alisson með brasilíska landsliðinu á HM.
Alisson með brasilíska landsliðinu á HM. AFP

Knattspyrnufélögin Liverpool og Roma hafa komist að samkomulagi um að enska félagið borgi 70 milljónir evra fyrir brasilíska markmanninn Alisson, en hann hefur varið mark ítalska liðsins síðustu tvö tímabil.

Hinn 25 ára gamli Alisson lék 37 leiki í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð. Hann hóf ferilinn hjá Internacional í heimalandinu og lék alla leiki Brasilíu á HM í Rússlandi í sumar. 

Gianluigi Buffon er enn dýrasti markmaður sögunnar en Juventus borgaði Parma 53 milljónir evra fyrir þjónustu hans árið 2001. Manchester City borgaði 40 milljónir evra fyrir Ederson síðasta sumar og er hann dýrasti markmaður Englands. 

Liverpool hefur verið að skoða markmannsmál sín að undanförnu þar sem Loris Karius hefur alls ekki átt sjö dagana sæla eftir mistök sem kostuðu Liverpool úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert