Ensk félög bítast um Viðar Örn

Viðar Örn Kjartansson skorar eitt af ófáum mörkum sínum fyrir …
Viðar Örn Kjartansson skorar eitt af ófáum mörkum sínum fyrir Maccabi. AFP

Þrjú ensk knattspyrnufélög eru á höttunum eftir framherjanum Viðari Erni Kjartanssyni samkvæmt fréttamanni Daily Mirror.

Middlesbrough, West Brom og Queens Park Rangers, sem öll leika í ensku B-deildinni, eru sögð bítast um Viðar sem leikur með Maccabi Tel Aviv í Ísrael sem komst áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Félagið er talið vilja um 3,5 milljónir punda fyrir hann eða 490 milljónir íslenskra króna.

Steve McClaren, núverandi knattspyrnustjóri Queens Park Rangers, var yfirmaður knattspyrnumála hjá ísraelska liðinu um skeið og ætti því að þekkja ágætlega til Viðars sem hefur skorað 42 mörk í 71 leik fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert