Verður dýrari en Gylfi

Richarlison gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu Everton.
Richarlison gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu Everton. AFP

Everton er nálægt því að ganga frá kaupum á framherjanum Richarlison frá Watford en hann verður þá dýrasti knattspyrnumaðurinn í sögu félagsins.

Knattspyrnustjórinn Marco Silva tók við Everton í sumar en hann stýrði Richarlison hjá Watford í fyrra og er sagður ólmur vilja fá sinn gamla leikmann til Bítlaborgarinnar.

Richarlison er 21 árs Brasilíumaður en hann er nú við keppni á heimsmeistaramóti landsliða skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Hann skoraði fimm mörk fyrir Watford í fyrra.

Gylfi Þór Sigurðsson varð í fyrra dýrasti leikmaður í sögu Everton þegar félagið greiddi Swansea um 40 milljónir punda fyrir hann en talið er að Everton greiði 50 milljónir fyrir Richarlison.

mbl.is