Meistararnir töpuðu fyrsta leik

Riyad Mahrez lék í fyrsta sinn fyrir City í nótt.
Riyad Mahrez lék í fyrsta sinn fyrir City í nótt. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hófu undirbúningstímabilið sitt í gærkvöldi er þeir mættu Dortmund frá Þýskalandi í Chicago í Bandaríkjunum.

Þjóðverjarnir unnu 1:0-sigur þökk sé marki Mario Götze af vítapunktinum en bæði lið voru án margra lykilleikmanna sem enn eru í sumarfríi vegna heimsmeistaramótsins.

Hjá Manchester City voru heilir 16 leikmenn fjarverandi en Als­ír­ing­urinn Riyad Mahrez, sem City keypti á dögunum frá Leicester, spilaði í fyrsta sinn í ljósbláu og fékk um 70 mínútur.

City spilar næst við deildarkeppinauta sína í Liverpool aðfaranótt næstkomandi fimmtudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert