Óvissa um framtíð Ramsey

Aaron Ramsey er ekki viss hvað verður.
Aaron Ramsey er ekki viss hvað verður. AFP

Óvissa ríkir um framtíð velska miðjumannsins Aaron Ramsey hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Illa gengur hjá félaginu að semja um nýjan samning, en Unai Emery, knattspyrnustjóri liðsins, vill ólmur halda honum.

Félög á borð við Lazio hafa sýnt Ramsay áhuga, en hann sjálfur er rólegur yfir þessu öllu saman. „Við sjáum hvað gerist, ég og félagið erum að ræða saman. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist næst, við sjáum til,“ sagði Ramsey við Sky Sports. 

Ramsey nýtti tækifærið og lýsti yfir stuðningi við Mesut Özil, liðsfélaga sinn, sem hætti á dögunum með þýska landsliðinu og sakaði hann knattspyrnusambandið um rasisma. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað er í gangi þar en við styðjum allir við bakið á honum. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Ramsey að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert