Mourinho setur pressu á Liverpool

José Mourinho segir að fólk eigi að gera þær kröfur ...
José Mourinho segir að fólk eigi að gera þær kröfur til Liverpool að þeir vinni deildina í ár. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur eðlilegt að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, með eyðslu liðsins í sumar til hliðsjónar. Liverpool hefur styrkt sig vel í sumarglugganum og fengið inn fjóra nýja leikmenn sem hafa kostað tæplega 200 milljónir punda. 

„Þú þarft að kaupa leikmenn til þess að styrkja leikmannahópinn og Liverpool hefur gert það. Þetta eru allt góðir leikmenn sem þeir hafa fengið til félagsins og ég er ánægður fyrir þeirra hönd. Fólk á hins vegar að gera kröfur til þeirra á þessari leiktíð.“

„Þeir eiga að vinna, þeir hafa eytt hærri fjárhæðum en önnur lið í deildinni og eiga að vinna úrvalsdeildina. Þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og fólk á að gera þær kröfur að félagið vinni deildina í ár,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær.

mbl.is