Batshuayi á förum til Spánar

Michy Batshuayi er að ganga til liðs við Valencia á ...
Michy Batshuayi er að ganga til liðs við Valencia á láni. AFP

Michy Batshuayi er að ganga til liðs við spænska knattspyrnufélagið Valencia á láni en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag. Batshuayi mun skrifa undir eins árs lánssamning við spænska félagið en hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Borussia Dortmund í þýsku 1. deildinni þar sem hann skoraði 7 mörk í 10 leikjum fyrir þýska félagið.

Chelsea keypti Batshuayi árið 2016 frá Marseille en enska félagið borgaði 33 milljónir punda fyrir hann. Hann hefur skorað sjö mörk í 32 leikjum fyrir enska félagið en Batshuayi hefur ekki átt fast sæti í liðinu, síðan hann kom, en hann er 24 ára gamall.

Valencia tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í ár og spilaði það stóran þátt í ákvörðun framherjans að fara til Spánar.

mbl.is