Everton staðfestir komu Zouma

Kurt Zouma spilar með Everton á komandi leiktíð.
Kurt Zouma spilar með Everton á komandi leiktíð. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Kurt Zouma mun leika með Everton á komandi leiktíð. Hann kemur á lánssamningi frá Chelsea, en samningurinn gildir til loka leiktíðar. 

Zouma, sem hefur spilað 71 leik fyrir Chelsea, var allt síðasta tímabil að láni hjá Stoke. Hann er áttundi leikmaðurinn sem Everton fær í sumar. Yerri Mina, Andre Gomes og Bernard komu allir í gær. 

Félagið hafði áður m.a fengið þá Richarlison, Lucas Digne og Joao Virginia. Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton. 

mbl.is