Leicester eyddi meira en við

Jose Mourinho klappar í kvöld.
Jose Mourinho klappar í kvöld. AFP

„Þetta er mjög góð leið til að byrja tímabilið, þetta var góður leikur," sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United eftir 2:1-sigur á Leicester í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

„Þetta var leikur þar sem ég hefði viljað sex skiptingar, ekki þrjár. Ég vildi spila Martial en ég gat það ekki. Pogba getur ekki spilað 90 mínútur og ekki Fred heldur. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni, en á köflum sýndum við hvað við gátum á meðan Leicester átti sína kafla."

Mourinho var sérstaklega ánægður með frammistöðu Paul Pogba í leiknum og benti svo á að Leicester hafi eytt meira en United í sumarglugganum. 

„Pogba átti glæsilegan leik, en hann var að verða bensínlaus. Leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu á móti erfiðu liði sem eyddi meira en við í glugganum," sagði Mourinho. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert