Zouma verður leikmaður Everton í dag

Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma mun spila með Everton á næstu ...
Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma mun spila með Everton á næstu leiktíð. AFP

Varnarmaðurinn Kurt Zouma mun fá félagaskipti sín til enska knattspyrnufélagsins Everton staðfest í dag en frá þessu greina enskir fjölmiðlar. Samkvæmt miðlum á Englandi náðu Everton og Chelsea samkomulagi um að Zouma færi til Everton, áður en glugginn lokaði klukkan 16 að íslenskum tíma í gær.

Zouma mun skrifa undir eins árs lánssamning við Everton en hann hefur verið í eigu Chelsea frá árinu 2014. Hann spilaði með Stoke City á síðustu leiktíð en liðið féll í ensku B-deildina í vor. Everton bætti við sig fjölda nýrra leikmanna í glugganum í sumar og verður Zouma sjötti leikmaðurinn sem Marco Silva fær til félagsins eftir að hann tók við á Goodison Park.

mbl.is