Birkir reyndist hetja Aston Villa

Liðsmenn Aston Villa fagna í dag.
Liðsmenn Aston Villa fagna í dag. Ljósmynd/Aston Villa

Birkir Bjarnason og liðsfélagar hans hjá Aston Villa unnu dramatískan 3:2-sigur á Wigan í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Birkir lék allan leikinn fyrir Villa og skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartímans. 

James Chester kom Aston Villa yfir á 13. mínútu en Nick Powell jafnaði á 41. mínútu, áður en Callumm Connolly kom Wigan yfir snemma í síðari hálfleik. Aston Villa jafnaði á 63. mínútu með sjálfsmarki, áður en Birkir kláraði á fjærstönginni í blálokin og tryggði Villa sigurinn. Aston Villa er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem mátti þola 1:0-tap fyrir Nottingham Forest á útivelli. Reading er með eitt stig eftir tvo leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert