Tottenham marði sigur í fyrsta leik

Leikmenn Tottenham fagna marki Jan Vertonghen á St. James í …
Leikmenn Tottenham fagna marki Jan Vertonghen á St. James í dag. AFP

Tottenham vann 2:1-sigur á útivelli gegn Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á St. James-vellinum í dag.

Leikurinn fór af stað með látum og mörkin létu ekki bíða lengi eftir sér. Gestirnir komust yfir strax á 8. mínútu er hornspyrna Christian Eriksen rataði á Davinson Sánchez sem fleytti boltanum áfram á Jan Vertonghen á fjærstönginni. Belginn skallaði boltann af stuttu færi í þverslána og rétt inn fyrir línuna en marklínutæknin sýndi boltann vera aðeins níu sentimetra fyrir innan.

Heimamenn í Newcastle voru þó aðeins rétt rúmar tvær mínútur að jafna metin. Matt Ritchie átti þá frábæra fyrirgjöf inn í teig á Joselu sem var aleinn í markteignum. Spánverjinn þakkaði fyrir sig með hnitmiðuðum skalla í fjærhornið, staðan orðin 1:1. Lundúnaliðið beið þó ekki lengi eftir forystunni á nýjan leik. Dele Alli skoraði með skalla á 18. mínútu eftir fyrirgjöf Serge Aurier og urðu mörkin ekki fleiri.

Tottenham, sem keypti ekki einn einasta leikmann í sumar, byrjar því tímabilið á þremur stigum. Tottenham tekur á móti Fulham í annarri umferðinni um næstu helgi en Newcastle heimsækir Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff.

Harry Kane fyrir miðju skallar boltann. Jamaal Lascelles og DeAndre …
Harry Kane fyrir miðju skallar boltann. Jamaal Lascelles og DeAndre Yedlin sækja að honum á St. James í dag. AFP
Newcastle 1:2 Tottenham opna loka
90. mín. DeAndre Yedlin fær högg á hnéð og liggur eftir sárþjáður. Uppbótartíminn verður fjórar mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert