Meistararnir ekki í vandræðum með Arsenal

Raheem Sterling skorar hér á Emirates í dag.
Raheem Sterling skorar hér á Emirates í dag. AFP

Manchester City vann 2:0 sigur á Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Meistararnir hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu verðskuldað fyrsta mark hans á 14. mínútu. Það gerði enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling með föstu skoti utan vítateigs í hornið eftir að hann hafði leikið á tvo varnarmenn Arsenal.

Heimamenn voru betri eftir hlé en þegar þeir voru að eiga sinn besta kafla kom annað mark gestanna. Bernarndo Silva þrumaði þá boltanum í netið innan teigs eftir góða sendingu frá Benjamin Mendy. Fleiri urðu mörkin ekki og hófu Englandsmeistararnir því titilvörnina á sigri.

Arsenal 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Alexandre Lacazette (Arsenal) á skot framhjá Þrumar hátt yfir markið eftir erfiða sendingu frá Mkhitaryan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert