Ætlaði að rífa hausinn af Balotelli

Mario Balotelli er þekktur vandræðagemsi í knattspyrnuheiminum og hefur margoft ...
Mario Balotelli er þekktur vandræðagemsi í knattspyrnuheiminum og hefur margoft lent upp á kant við liðsfélaga sína. AFP

James Milner, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, var í skemmtilegu viðtali við FourFourTwo magazine á dögunum þar sem hann ræddi tíma sinn hjá Manchester City en hann spilaði með liðinu á árunum 2010 til 2015.

Hann og Mario Balotelli voru samherjar hjá City á árunum 2010 til 2013 en Balotelli er í dag samningsbundinn Nice í Frakklandi. Milner segir að það hafi ýmsilegt skrautlegt átt sér stað á æfingasvæði City, þegar Balotelli var í herbúðum liðsins og rifjaði upp skemmtilega sögu af framherjanum og Micah Richards en þeim lenti saman á æfingu einn sinn.

„Micah var eitthvað ósáttur með vinnuframlag Mario í ákveðnum æfingaleik og lét Mario heyra það. Mario brást hinn versti við og lét hann heyra það til baka. Þetta var eflaust það heimskulegasta sem Mario gerði hjá félaginu, að rífast við Micah. Micha ætlaði að rífa af honum hausinn. Hann var mjög sterkur á þessum tíma og þegar hann varð ósáttur þá vildirðu ekki vera nálægt honum.“

„Hann gekk hratt í áttina að Balotelli og ég stökk fram fyrir Mario og náði að halda aftur af honum þangað til fleiri liðsfélagar okkur blönduðu sér í málið og skökkuðu leikinn,“ sagði Milner en hann gekk til liðs við Liverpool árið 2015, líkt og Balotelli sem samdi við Liverpool árið 2014. Ítalinn stoppaði stutt við á Anfield og var lánaður til AC Milan, tímabilið 2015-2016, áður en hann var seldur til Nice sumarið 2016.

mbl.is