Guardiola lýgur að leikmönnum

Pep Guardiola í leik Arsenal og Manchester City.
Pep Guardiola í leik Arsenal og Manchester City. AFP

Knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola, er af mörgum talinn sá færasti í heimi. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona, Bayern Munchen og í fyrra setti hann stigamet með Manchester City þegar liðið náði 100 stigum.

Í heimildarmyndinni All or Nothing sem kemur út um helgina á Amazon Prime játar Guardiola að hann ljúgi stundum að leikmönnum þegar hann er ekki viss hvað hann á að segja:

„Ég ætla að segja ykkur sannleikann. Ég er ekki með svör við öllum spurningum. Stundum þegar ég fæ spurningu sem ég er ekki með svarið við þá set ég upp leikþátt og læt eins og ég viti það fyrir framan leikmennina. Ég geri þetta vegna þess að þá trúa þeir að ég viti allt og það gefur þeim aukið sjálfstraust inni á vellinum.“

mbl.is