Lýsti svörtum leikmönnum sem BBQ

Dean Ramsdale þegar hann starfaði fyrir Sheffield Wednesday.
Dean Ramsdale þegar hann starfaði fyrir Sheffield Wednesday.

Manchester City hefur beðist afsökunar á hegðun eins af njósnurum sínum sem notaði móðgandi lýsingarorð um svarta knattspyrnumenn. 

Umræddur njósnari, Dean Ramsdale, er sagður hafa lýst svörtum leikmönnum sem „BBQ“ – big, black and quick (stórir, svartir og fljótir). Þetta sagði hann fyrir framan starfsmenn Manchester City og tvo umboðsmenn.

Einn aðili sem varð vitni að ummælum Ramsdale var svo reiður að hann skrifaði bréf til félagsins þar sem hann lýsti yfir vanþóknun á framkomu njósnarans.

City tók undir að orð Ramsdale hafi verið klaufaleg og óviðeigandi. Félagið ræddi í kjölfarið við Ramsdale þar sem honum var sagt að þessi hegðun væri ekki líðandi.

Ramsdale hefur starfað lengi í knattspyrnuakademíum á Englandi. Hann var áður yfirmaður akademíurnar hjá Leeds og þar áður hjá Sheffield Wednesday. Hann hóf störf sem njósnari hjá Manchester City árið 2017.       

mbl.is