Tekur Zidane við Manchester United?

Zinedine Zidane á meðan hann var við stjórnvölinn hjá Real ...
Zinedine Zidane á meðan hann var við stjórnvölinn hjá Real Madrid. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, Zinedine Zidane, er í dag orðaður við Manchester United í frönskum fjölmiðlum. Í L´Equipe er hann sagður áhugasamur um starfið.

Núverandi knattspyrnustjóri United, José Mourinho, hefur undanfarnar vikur verið duglegur í fjölmiðlum að gagnrýna forráðamenn félagsins og kvartað sáran yfir að fá ekki þá leikmenn sem hann hefur beðið um. Hann hefur gengið svo langt að fullyrða að þetta eigi eftir að vera erfitt tímabil vegna skorts á leikmönnum.

Þá er samband Mourinho og helstu stjörnu liðsins, Paul Pogba, afar stirt. Mourinho var duglegur að skamma Pogba í fjölmiðlum á síðasta tímabili. Eftir fyrsta leik United í ensku úrvalsdeildinni sagðist Pogba ekki mega segja allt sem honum fannst um Mourinho við fjölmiðla.

Þolinmæði Manchester United er sögð á þrotum og ef réttur maður finnst í starfið gætu þeir látið verða að því að reka Mourinho. Zidane er mögulega rétt kandídatinn í það verkefni.   

mbl.is