Guardiola sagði Wenger að hætta að væla

Arséne Wenger fékk að heyra það frá Pep Guardiola á ...
Arséne Wenger fékk að heyra það frá Pep Guardiola á síðustu leiktíð. AFP

Heimildarmyndin „Manchester City: Allt eða ekkert“ kom út í morgun hjá Amazon en hún fjallar um síðasta tímabil hjá City. City vann deildina með miklum yfirburðum og þá vann liðið einnig enska deildabikarinn eftir 3:0-sigur á Arsenal í úrslitaleik á Wembley.

Í heimildarmyndinni kemur fram  að þeim Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, og Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, lenti saman í úrslitaleiknum á Wembley. Guardiola var orðinn þreyttur á tuðinu í Wenger á hliðarlínunni og skammaði hann.

„Það er alltaf dómarinn! Þú gerir ekki annað en að væla yfir dómaranum. Í guðanna bænum þegiðu og hættu þessu væli,“ heyrist Guardiola segja við Frakkann sem sýndi lítil svipbrigði við ummælum Guardiola.

mbl.is