Claudio Bravo sleit hásin

Claudio Bravo.
Claudio Bravo. AFP

Knattspyrnumarkvörðurinn Claudio Bravo, leikmaður Manchester City á Englandi, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu liðsins í dag.

Sílemaðurinn er 35 ára og undirgekkst myndatökur í Manchester sem staðfestu meiðslin. Hann er því nú á leiðinni til Barcelona í frekari meðhöndlun en ljóst er, að hann verður lengi frá keppni.

Bravo var keyptur til City frá Barcelona sumarið 2016 og hefur verið varamarkvörður liðsins á eftir Brasilíumanninum Ederson. Nú þurfa Englandsmeistararnir að reiða sig á hinn tvítuga Daniel Grimshaw til að vera varamaður á eftir Ederson.

Þetta er annað áfallið sem City verður fyrir á skömmum tíma en fyrir helgi meiddist miðjumaðurinn Kevin de Bruyne og verður hann frá í þrjá mánuði hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert