Guardiola hafnar ásökunum Mourinho

Guardiola heitt í hamsi á móti Huddersfield um helgina.
Guardiola heitt í hamsi á móti Huddersfield um helgina. AFP

Knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola, hafnar áskökunum José Mourinho um að Manchester City hafi sýnt vanvirðingu í heimildarmyndinni All Or Nothing. 

Mourinho tjáði sig um myndina um helgina og sagði að Manchester City „gæti ekki keypt klassa“.

„Það er hægt að gera frábæra mynd þar sem þú sýnir öllum virðingu. Það er óþarfi að að sýna vanvirðingu,“ sagði Mourinho. 

Þessu var Guardiola ekki sammála: „Við upplifðum frábært tímabil með myndavélar. Við gerðum það fyrir okkur sjálfa. Ég er ekki sammála Mourinho að við sýndum vanvirðingu. Það var ekki okkar vilji. Þetta er félag sem er að reyna að stækka og vinna titla. Við gerðum þetta fyrir okkur sjálfa og til þess að sýna stuðningsmönnum okkar hvað gerist í búningsklefanum.“

„Sumir munu vera ánægðir með myndina, aðrir ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert