Mourinho verður rekinn fyrir jól

José Mourinho á hliðarlínunni gegn Brighton í gær.
José Mourinho á hliðarlínunni gegn Brighton í gær. AFP

Fyrrverandi Manchester United-kempan Lee Sharpe er fullviss um að José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, verði rekinn fyrir jól.

Í viðtali við Sky Sports var Sharpe, sem spilaði með United á árunum 1988 til 1996, spurður hverju hann búist við frá sínu gamla félagi á tímabilinu. „Ég býst við að stjórinn verði rekinn fyrir jól,“ svaraði kantmaðurinn gamli tæpitungulaust.

United tapaði 3:2 gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið verið gagnrýnt harðlega fyrir spilamennskuna í leiknum.

„Ég held að hann sé ekki að fá það besta út úr leikmönnunum sem hann hefur, hann er of neikvæður. Með alla þessa frábæru sóknarmenn er synd að hann vilji spila eins og hann gerir,“ bætti Sharpe við en hann lék með Grindavík hér á Íslandi sumarið 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert