Hodgson ósattur með vítaspyrnudóminn

Roy Hodgson fyrir leik Crystal Palace og Liverpool.
Roy Hodgson fyrir leik Crystal Palace og Liverpool. AFP

Roy Hodgson, knattspyrnuþjálfari Crystal Palace, var síður en svo ánægður með ákvörðun Michael Oliver að dæma vítaspyrnu á klunnalega varnartilburði Mamadou Sakho í fyrri hálfleik sem urðu til þess að Mohamed Salah féll í teignum. James Milner skoraði úr vítinu og kom Liverpool yfir. 

„Þetta var ekki víti. Ég hef verið í fótbolta í mörg ár. Ef þetta er víti þá er fótboltinn orðinn óþekkjanlegur. 

„Hann var aldrei að reyna að brjóta á leikmanninum. Hann var að reyna að verjast. Hann var aldrei að reyna að snerta leikmanninn sjálfan.“

„Ég myndi ekki vilja að mitt lið fengi svona vítaspyrnur.“

Leikurinn endaði með 2:0 sigri Liverpool. Sadio Mane skoraði annað mark leiksins í uppbótartíma eftir að Aaron Wan-Bissaka var rekinn af velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert