Jón Daði dvaldi á spítala

Jón Daði Böðvarsson er orðinn heill heilsu.
Jón Daði Böðvarsson er orðinn heill heilsu. Ljósmynd/Reading

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading sem tapaði fyrir Sheffield Wednesday á heimavelli í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, 2:1. Ástæðan er sú að Jón hefur verið að glíma við veikindi. 

Jón Daði greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Hann segist hafa vaknað síðastliðinn miðvikudag með gríðarlega mikinn verk í kviðnum og þurfti hann því að dvelja á spítala í einn og hálfan dag. Hann segist aldrei vilja upplifa slíkan sársauka aftur. 

Að lokum segist Jón Daði vera heill heilsu og ætti hann því að vera klár í leikina við Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni eftir helgi. Byrjun Reading á leiktíðinni hefur verið afleit og er liðið í botnsætinu með aðeins tvö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert