Mourinho segir Rashford barnalegan

Jose Mourinho fagnar í dag.
Jose Mourinho fagnar í dag. AFP

„Þetta var mjög góð frammistaða og margir leikmenn spiluðu vel. Við áttum að skora miklu fleiri mörk. Fellaini var mikilvægur, Smalling og Lindelof voru flottir og Luke Shaw spilaði vel ásamt fleirum. Joe Hart þurfti oft að verja frá okkur, sagði kátur Jose Mourinho í samtali við Sky Sports eftir 2:0-sigur lærisveina hans í Manchester United á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Paul Pogba klikkaði á víti í seinni hálfleik en Mourinho kom honum til varnar. 

„Ég kenni ekki leikmönnum um sem klikka á vítum. Ég kenni leikmönnum um sem þora ekki að taka vítin. Pogba hefur verið góður á vítapunktinum."

Hann gat hins vegar ekki varið Marcus Rashford, sem fékk beint rautt spjald fyrir að skalla Phil Bardsley, sem sparkaði hann niður rétt á undan. 

„Ég veit ekki hvað gerðist. Ég myndi kalla þetta barnalegt. Þetta var krakki á móti mjög reyndum manni. Bardsley er búinn að vera í þessu í 20 ár og Rashford er barnalegur strákur," sagði Portúgalinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert