Stjórnuðum 70% af leiknum

Unai Emery fylgist með sínum mönnum í dag.
Unai Emery fylgist með sínum mönnum í dag. AFP

„Þetta var góður sigur í erfiðum leik. Við stjórnuðum um 70% af leiknum og við höldum áfram að reyna að bæta okkur,“ sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir 3:2-sigur á Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

„Lacazette skoraði eitt og Aubameyang annað og það er gaman. Fleiri leikmenn spiluðu vel og við erum ánægðir með bætta spilamennsku.“

Petr Cech, markmaður Arsenal, var ósannfærandi í dag og gaf Cardiff næstum mark með skelfilegri sendingu.

„Cech er með stóran persónuleika og reynslu sem við erum ánægðir með. Við höldum áfram að vinna með honum og miðvörðunum. Cech er gáfaður markmaður sem tekur oftast réttar ákvarðanir,“ sagði Spánverjinn. 

mbl.is