Lloris ekki með heimsmeisturunum

Hugo Llorisns.
Hugo Llorisns. AFP

Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, verður fjarri góðu gamni þegar Frakkar mæta Þjóðverjum og Hollendingum í þjóðadeild UEFA í knattspyrnu.

Frá þessu greindi Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, í dag en Lloris glímir við meiðsli í læri og missti af leik Tottenham á móti Watford í gær þar sem Tottenham tapaði sínum fyrsta leik.

Deschamps hefur valið Benjamin Lecomte, markvörð Montpellier, í stað Lloris en hann er nýliði. Steve Mandanda úr liði Marseille, sem hefur verið varamarkvörður, er einnig frá vegna meiðsla og mun Alphonse Areola, markvörður Paris SG, standa á milli stanganna í leikjunum á móti Þjóðverjum og Hollendingum og verða það hans fyrstu leikir með A-landsliðinu.

mbl.is