Herrera reiðubúinn að fara frá United

Ander Herrera.
Ander Herrera. AFP

Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera er sagður reiðubúinn að yfirgefa Manchester United í janúar þegar opnað verður fyrir félagaskipti á nýjan leik.

Manchester United hefur ekki boðið Spánverjanum nýjan samning en núgildandi samningur hans við félagið rennur út í sumar. Herrera hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekkinn mikið frá því José Mourinho tók við stjórastarfinu hjá Manchester-liðinu.

Herrera er 29 ára gamall og kom til United frá spænska liðinu Athletic Bilbao fyrir fjórum árum.

mbl.is