Of dýrt að reka Mourinho

Jose Mourinho hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu sinni hjá ...
Jose Mourinho hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu sinni hjá Manchester United. AFP

Mikil pressa hefur verið á Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, síðustu vikur eftir erfiða byrjun á tímabilinu. United vann Leicester í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði svo fyrir Brighton og Tottenham. 

United vann hins vegar 2:0-útisigur á Burnley á sunnudaginn var til að minnka pressuna örlítið á Portúgalanum skrautlega. Hann hefur sjálfur engar áhyggjur af framtíð sinni hjá United. 

„Einhverjir segja að starf mitt sé í hættu, en ég held ekki,“ sagði Mourinho í samtali við Gazzetta dello Sport. „Ef ég yrði rekinn, vitið þið hvað þeir þyrftu að borga mér mikið?“ spurði Mourinho kíminn.

mbl.is