Liverpool með Rabiot í sigtinu

Adrien Rabiot í leik með Paris SG.
Adrien Rabiot í leik með Paris SG. AFP

Liverpool hefur sett sig í samband við umboðsmann franska landsliðsmannsins Adriens Rabiots að því er heimildir ESPN herma.

Samningur Rabiots við franska liðið Paris SG rennur út eftir tímabilið en hinn 23 ára miðjumaður hefur verið sterklega orðaður við spænska meistaraliðið Barcelona.

Þegar Jürgen Klopp var við stjórnvölinn hjá Borussia Dortmund reyndi hann að fá Frakkann til liðs við sig en án árangurs.

Rabiot hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakka og á að baki sex leiki með A-landsliðinu. Hann var valinn í stóran hóp hjá Frökkum fyrir HM í sumar en náði ekki að vinna sér sæti í lokahópnum. Frakkar unnu sem kunnugt er heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Króötum í úrslitaleik í Moskvu.

mbl.is