Zaha kom kvennaliði Palace til bjargar

Wilfried Zaha er mikill félagsmaður.
Wilfried Zaha er mikill félagsmaður. AFP

Wilfried Zaha, knattspyrnumaður Crystal Palace á Englandi, hefur boðist til að borga kvennaliði félagsins hluta af launum sínum til að varalið þess fái að vera með á komandi tímabili. 

Zaha greip til sinna ráða eftir að fréttir bárust af því að leikmenn liðsins þyrftu að borga 250 pund eða um 35.000 krónur til að halda liðinu gangandi. Zaha leist ekki á blikuna og bauðst til að borga það sem til þurfti. 

Sagði hann sjálfur í viðtali að hann vildi að aðrir leikmenn fengju sömu tækifæri og hann er hann kom í gegnum unglingastarf Palace á sínum tíma.

mbl.is