Hver veit hvað gerist á næstu mánuðum

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Frakkinn Paul Pogba leikmaður Manchester United gaf frekar loðin svör þegar hann var spurður út í framtíðina hjá Manchester-liðinu.

Töluverður óróleiki hefur verið í kringum Pogba en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Juventus, sem og Barcelona á undanförnum vikum og mánuðum en United keypti hann frá Juventus fyrir metfé sumarið 2016. Þá hafa fjölmiðlar verið iðnir við að birta fréttir af slæmu sambandi milli hans og knattspyrnustjórans Josés Mourinhos.

„Framtíð mín núna er hjá Manchester United. Ég er samningsbundinn félaginu og spila með því en hver veit hvað gerist á næstu mánuðum,“ sagði Pogba í viðtali við Sky Sports í Þýskalandi í dag.

Pogba verður í eldlínunni með Frökkum á Allianz Arena í München í kvöld en þá mæta heimsmeistararnir liði Frakka í 1. umferð þjóðadeildar UEFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert