Kane mætir Spánverjum í gullskóm

Harry Kane fyrirliði enska landsliðsins.
Harry Kane fyrirliði enska landsliðsins. AFP

Harry Kane, leikmaður Tottenham og fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, mun spila í gullskóm þegar Englendingar mæta Spánverjum á Wembley í Þjóðadeild UEFA á morgun.

Kane birtir mynd af gullskónum á twittersíðu sinni í dag en ástæða þess að hann spilar í þeim er sú að hann varð markakóngur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Hann varð þar með annar Englendingurinn til að vinna gullskóinn á HM en Gary Lineker afrekaði það á HM í Mexíkó árið 1986.

Kane skoraði sex mörk á HM. Englendingar komust í undanúrslitin í Rússlandi en töpuðu bronsleiknum fyrir Belgum sem mæta Íslendingum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn.

mbl.is