Maguire samdi til fimm ára

Harry Maguire.
Harry Maguire. Ljósmynd/Leicester

Enska úrvalsdeildarliðið Leicester City greindi frá því á heimasíðu sinni í dag að enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire væri búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Maguire, sem er 25 ára gamall, kom til Leicester frá Hull árið 2017. Miðvörðurinn hefur átt afar góðu gengi að fagna með Leicester frá því hann kom til liðsins. Hann var útnefndur leikmaður ársins hjá Leicester á síðustu leiktíð, vann sér sæti í enska landsliðinu og var einn af betri mönnum þess á HM í Rússlandi í sumar þar sem Englendingar höfnuðu í fjórða sæti.

Manchester United reyndi ítrekað að fá Maguire til liðs við sig í sumar en Leicester hafnaði öllum tilboðum í leikmanninn og hefur nú gert samning við hann sem gildir til ársins 2023.

mbl.is