Terry á leið til Rússlands

John Terry.
John Terry. AFP

John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, er á leið til Rússlands.

Terry, sem yfirgaf enska B-deildarliðið Aston Villa í sumar, hefur samþykkt að gera tveggja ára samning við Spartak Moskva sem er i öðru sæti í rússnesku úrvalsdeildinni.

Terry, sem er 37 ára gamall, er sagður munu fá 1,8 milljónir punda í árslaun hjá rússneska liðinu en sú upphæð jafngildir 260 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert