Alli ætti að ná Liverpool-leiknum

Dele Alli.
Dele Alli. AFP

Gareth Soutgate, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, telur að Dele Alli, leikmaður Tottenham, ætti að verða klár í slaginn á laugardaginn þegar Tottenham mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Alli glímir við minniháttar meiðsli sem hann fann fyrir eftir leikinn gegn Spánverjum í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á laugardagskvöldið og fyrr í dag dró hann sig út úr landsliðshópnum.

Englendingar leika vináttuleik við Svisslendinga á morgun en Sviss burstaði Ísland 6:0 þegar þjóðirnar áttust við í Þjóðadeildinni í St. Gallen á laugardaginn.

mbl.is