Alli dregur sig úr landsliðinu

Dele Alli á landsliðsæfingu á föstudaginn.
Dele Alli á landsliðsæfingu á föstudaginn. AFP

Dele Alli getur ekki leikið með enska landsliðinu í knattspyrnu á morgun þegar það mætir Sviss í vináttulandsleik.

Tottenham-maðurinn varð að draga sig út úr hópnum vegna minni háttar vöðvameiðsla sem hann varð fyrir í 2:1-tapi gegn Spáni í Þjóðadeildinni á laugardaginn.

Gareth Southgate þjálfari hafði þegar kallað Ben Chilwell og Demarai Gray úr U21-landsliðinu inn í hópinn og mun því ekki kalla inn mann í stað Alli.

mbl.is