Níu breytingar hjá Englendingum

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga.
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga. AFP

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, gerir níu breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir Svisslendingum í vináttuleik á King Power vellinum í Leicester í kvöld.

Aðeins Marcus Rashford og Harry Maguire halds sínum sætum í byrjunarliðinu.

Englendingar töpuðu fyrir Spánverjum 2:1 í Þjóðadeild UEFA á laugardagskvöldið en Svisslendingar unnu sem kunnugt stórsigur á Íslendingum í Þjóðadeildinni, 6:0.

Byrjunarlið Englands: Butland, Alexander-Arnold, Walker, Tarkowski, Maguire, Rose, Dier, Loftus-Cheek, Delph, Welbeck, Rashford

Varamenn: Pickford, McCarthy, Bettinelli, Trippier, Chilwell, Stones, Gomez, Henderson, Lingard, Gray, Kane.

mbl.is