Terry vill verða knattspyrnustjóri

John Terry er afar vinsæll hjá Chelsea.
John Terry er afar vinsæll hjá Chelsea. AFP

Varnarmaðurinn John Terry hefur áhuga á því að verða knattspyrnustjóri, en hann var í dag orðaður við þjálfarastarf hjá Chelsea. Terry er einn vinsælasti leikmaður í sögu félagsins, en hann lék 492 deildarleiki fyrir liðið um níu ára skeið. 

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhuga á að fá Terry í þjálfarastarf hjá félaginu, en allar líkur eru á því að Terry leiki eitt tímabil í viðbót, áður en hann fer í þjálfun. 

„Ég er ekki viss um hvað ég geri næst, en ég vil enda sem stjóri," sagði Terry í samtali við The 5th Stand. „Ég fékk gott sjö vikna frí með fjölskyldunni í fyrsta skipti í 22 ár, en ég æfði alla daga og ég á eitthvað eftir á tankinum," sagði Terry. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert