Gylfi Þór fyrirliði Everton í dag

Gylfi Þór Sigurðsson með fyrirliðabandið gegn Belgíu í síðustu viku.
Gylfi Þór Sigurðsson með fyrirliðabandið gegn Belgíu í síðustu viku. mbl.is/Eggert

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, ber fyrirliðaband Everton þegar liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 15.

Gylfi var fyrirliði íslenska landsliðsins í leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðustu viku og fær nú einnig fyrirliðabandið hjá félagsliði sínu.

Leikur Everton og West Ham verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

Sjá: Everton – West Ham kl. 15, bein lýsing

mbl.is