„Mikil blóðtaka fyrir Paris SG“

Jordan Henderson á fréttamannafundi á Anfield í gær.
Jordan Henderson á fréttamannafundi á Anfield í gær. AFP

Franska meistaraliðið Paris SG verður án öflugs leikmanns þegar liðið mætir Liverpool í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Anfield í kvöld.

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Verratti tekur út leikbann í liði Paris SG en hann var rekinn út af í síðasta leik liðsins í Meistaradeildinni sem var gegn Evrópumeisturum Real Madrid í 16-liða úrslitunum.

„Ég tel það mikla blóðtöku fyrir Paris SG að spila án Verratti. Ég segi þetta af því að ég hef spilað á móti honum og hann er að mínu mati heimsklassaleikmaður,“ segir Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.

Stuðningsmenn Liverpool vonast til þess að Brasilíumaðurinn Roberto Firmino verði með í kvöld en hann er að jafna sig eftir augnmeiðsli sem hann varð fyrir í sigri Liverpool gegn Tottenham á Wembley um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert