Hlusta ekki á svona hluti

David De Gea.
David De Gea. AFP

David De Gea, markvörður Manchester United, sat fyrir svörum fréttamanna í Sviss í gær en United mætir svissneska meistaraliðinu Young Boys í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

De Gea var spurður út í þá gagnrýni sem hann fékk fyrir frammistöðuna með spænska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar.

„Venjulega hlusta ég aldrei á fólk sem talar um mig. Venjulega einbeiti ég mér að mínu starfi, er einbeittur á mitt lið, reyni að bæta mig og reyni að vera eins góður og ég get svo ég hlusta aldrei á svona hluti,“ sagði De Gea, sem af mörgum er talinn vera einn besti markvörður heims.

De Gea gaf stuðningsmönnum United góð skilaboð þegar hann var spurður út í nýjan samning við Manchester United.

„Ég finn fyrir alvöru ást til félagsins og stuðningsmanna. Ég er virkilega ánægður. Þetta er eitt besta félag í heimi svo það er virkilega gott að vera hluti af því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert