Vill að United taki innblástur frá Federer

Mourinho, Paul Pogba og Romelu Lukaku á æfingu á heimavelli …
Mourinho, Paul Pogba og Romelu Lukaku á æfingu á heimavelli Young Boys í gær. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki heyra neinar afsakanir vegna heimavallar Young Boys en Manchester United sækir svissneska liðið heim í Meistaradeildinni í kvöld þar sem leikið verður á gervigrasi.

Mourinho ákvað að skilja fyrirliðann Antonio Valencia eftir heima í Manchester og spilar hann ekki leikinn í kvöld.

„Við ákváðum að koma ekki með Valencia því hné hans er ekki það hné sem þarf á gervigrasi að halda,“ sagði Mourinho við fréttamenn í Bern í Sviss í gær.

„Ég vil ekki nota afsökun fyrir leikinn sem mögulega fyrir ekki nógu góða frammistöðu,“ sagði Mourinho, sem ræddi um svissneska tenniskappanna Roger Federer á fréttamannafundinum.

„Við erum í Sviss, sem á besta tennisleikara heims og ég er viss um að stóri maðurinn er ekki ánægður með gervigras en hann verður að spila á því og vinna og það verðum við líka að gera,“ sagði Mourinho, sem gaf það sterklega til kynna að Marcus Rashford verði í byrjunarliðinu í kvöld.

Young Boys er nýliði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United á ekki sérlega góðar minningar frá viðureignum við svissnesk lið í Meistaradeildinni. Basel hafði betur gegn United í riðlakeppninni á síðustu leiktíð og Basel sló Manchester-liðið út í tímabilið 2011-12 undir stjórn Sir Alex Ferguson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert