Biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar

José Mourinho og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar Manchester United og Liverpool.
José Mourinho og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar Manchester United og Liverpool. AFP

Stöð 2 Sport birtir á facebook-síðu sinni skýringu á því hvers vegna leikur Manchester United og Wolves í ensku úrvalsdeildinni verður ekki sýndur í beinni útsendingu á morgun en eins og fram kom í frétt á mbl.is fyrr í dag verður leikur Liverpool og Southamton sýndur í beinni útsendingu.

Kæru áskrifendur Stöðvar 2 Sports

Á morgun, laugardag 22. september, verður leikur Man Utd og Wolves ekki sýndur í beinni útsendingu. Ástæðan er sú að samkvæmt þeim skilyrðum sem okkur eru sett í samningi okkar við rétthafa í Bretlandi er Stöð 2 Sport, sem og öðrum rétthöfum í Evrópu, aðeins heimilt að sýna einn leik klukkan 14.00 hvern laugardag.

Ástæða þess að við viljum vekja sérstaka athygli á þessu nú er að stuðningsmannahópur Man Utd á Íslandi er stór, sem og í hópi okkar viðskiptavina. Stöð 2 Sport hefur sýnt alla leiki Man Utd síðastliðin ár. Þess er ekki kostur þessa helgina og biðjum við viðskiptavini okkar velvirðingar á því.

Þetta er í fyrsta skipti í 2 ár að Premier League setur Liverpool og Man Utd leiki á þessum leiktíma. Þetta mun koma aftur upp í 13. umferð en þá þurfum við að sleppa Liverpool leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert