Stuðningsmenn United á Íslandi ekki kátir

Mohamed Salah og félagar hans í Liverpool verða í beinni ...
Mohamed Salah og félagar hans í Liverpool verða í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport á morgun. AFP

Stuðningsmenn Manchester United á Íslandi eru væntanlega ekki kátir með Stöð 2 Sport, sem hefur réttinn að sýna leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Aðeins er leyfilegt að sýna einn leik klukkan 14 á laugardögum og fyrir valinu hjá Stöð 2 Sport er leikur Liverpool og Southampton sem mætast klukkan 14 á Anfield. Á sama tíma eigast Manchester United og Wolves við á Old Trafford og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 16.15.

Óvenjulegt er að Manchester United og Liverpool spili á sama tíma á laugardegi en þessi félög eiga flesta stuðningsmennina hér á landi.

mbl.is